Enski boltinn

Villas-Boas: Fáum ekkert aukalega fyrir að vera fyrstir til að vinna City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
„Okkar markmið var að minnka bilið á milli okkar og toppliðsins og það var einmitt það sem við gerðum," sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea eftir 2-1 sigur á toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Við fáum samt ekkert aukalega fyrir að vera fyrstir til að vinna Man City. Núna er titilbaráttan hinsvegar galopin. Það eiga mörg lið enn möguleika og ég held að leikirnir í desember muni ráða miklu," sagði Villas-Boas.

„Mínir leikmenn léku frábærlega í kvöld og brugðust vel við aðstæðum. Þeir lásu leikinn vel og sýndu þá þolinmæði sem til þurfti. Við náðum markinu sem við áttum skilið að skora og unnum sanngjarnt," sagði Villas-Boas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×