Arsene Wenger segir að það sé allt annað að sjá til lið Arsenal nú en í upphafi leiktíðar. Arsenal komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri á Everton.
„Byrjun okkar á tímabilinu var mjög slæm en nú erum við stöðugir. Það er mjög góð stemning í liðinu og einbeitingin góð.“
„Þessi stöðugleiki er kærkominn og ef við höldum áfram á þessari braut er allt mögulegt.“
Arsenal hélt upp á 125 ára afmæli sitt og af því tilefni voru reistar styttur af þremur leikmönnum liðsins fyrir utan Emirates-leikvanginn. Wenger vill þó ekki fá styttu af sjálfum sér.
„Ég þarf ekki styttu,“ sagði hann og hló. „Ég vil bara standa mig vel fyrir félagið. Það er nóg fyrir mig.“
