Enski boltinn

Í beinni: Liverpool - QPR | Heiðar meiddur

Nordic Photos / Getty Images
Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Liverpool og QPR í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 15.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og HD. Á sama tíma hefjast sex aðrir leikir í ensku úrvalsdeildinni og má fylgjast með þeim öllum á Miðstöð Boltavaktarinnar.

Heiðar Helguson er ekki í leikmannahópi QPR í dag en samkvæmt óstaðfestum fregnum mun hafa verið ákveðið skömmu fyrir leik að láta hann ekki spila vegna meiðsla.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir QPR því Heiðar er langmarkahæsti leikmaður liðsins og hefur skorað sex mörk í síðustu sjö leikjum sínum með liðinu.

Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×