Eggert verður fjórtándi Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2011 06:00 Eggert, til hægri, í leik með Hearts í Skotlandi. Nordic Photos / Getty Images Enska úrvalsdeildin er sú besta í heimi og þar spila margir af fremstu fótboltamönnum heims. Þrettán íslenskir leikmenn hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var sett á laggirnar haustið 1992 og sá fjórtándi bætist í hópinn á nýja árinu. Eggert Gunnþór ákvað að yfirgefa Skotland eftir sjö ár dvöl hjá Hearts og næst á dagskrá er að sanna sig fyrir Mick McCarthy. Eggert Gunnþór verður ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að spila fyrir Úlfana því Ívar Ingimarsson hjálpaði liðinu að komast upp úr ensku b-deildinni 2002-03 og Jóhannes Karl Guðjónsson lék með liðinu í ensku úrvalsdeildinni tímabilið á eftir. Þorvaldur Örlygsson og Guðni Bergsson voru fyrstu íslensku leikmennirnir sem spiluðu í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku báðir í deildinni fyrsta tímabilið eftir að hún var stofnuð. Þorvaldur var á undan og lék með liði Nottingham Forest en Guðni var með Tottenham og fékk reyndar lítið að vera með á þessu tímabili. Guðni átti eftir að snúa aftur með Bolton-liðinu og þá sem fyrirliði. Guðni varð fyrsti Íslendingurinn sem náði því að spila hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni, síðan hafa þrír leikmenn bæst í þann hóp, Hermann Hreiðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson en það er einnig líklegt að Heiðar Helguson nái því síðar á þessu tímabili. Þorvaldur Örlygsson skoraði fyrsta mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni, en markið kom 16. janúar 1993. Þorvaldur kom þá inn á sem varamaður á móti Chelsea tíu mínútum fyrir leikslok og gulltryggði 3-0 sigur. Þorvaldur fékk boltann á fjærstöng og lyfti honum laglega yfir markvörðinn. Þetta var eina mark Íslendings í deildinni þar til Guðni Bergsson skoraði fyrir Bolton í leik á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hermann Hreiðarsson á tvö met Íslendings í ensku úrvalsdeildinni því enginn hefur leikið fleiri leiki og enginn hefur leikið fyrir fleiri lið. Hermann lék alls 332 leiki í úrvalsdeildinni fyrir fimm félög á árunum 1997 til 2010. Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað langflest mörk af íslenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni – alls 55 mörk í 210 leikjum. Hann er líka sá eini sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina en það gerði hann með Chelsea 2005 og 2006. Grétar Rafn Steinsson var síðastur á undan Eggerti Gunnþóri til að reyna sig í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur spilað í deildinni með Bolton frá því í byrjun árs 2008. Grétar Rafn hefur ekki fengið mikið að spila á þessu tímabili en var með Bolton í mikilvægum sigri á móti Blackburn í fyrrakvöld. Íslendingar standa vel að vígi meðal þjóða heimsins þegar kemur að því að eiga leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri Íslendingar hafa þannig spilað í deildinni en leikmenn frá Ísrael (13), Póllandi (12), Slóvakíu (12), Tyrklandi (10), Ungverjalandi (10), Austurríki (8), Búlgaríu (7) og Rússlandi (7) svo einhver þekkt fótboltalönd séu nefnd í samanburði. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir þá þrettán íslensku leikmenn sem hafa náð að spila í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var stofnuð árið 1992.Þórður Guðjónsson 10 leikir (1 mark) Derby 2000–01.Hermann Hreiðarsson 332 leikir (14 mörk) Crystal Palace 1997-98, Wimbledon 1999-2000, Ipswich 2000-2002, Charlton 2003-2007 og Portsmouth 2007-2010.Lárus Orri Sigurðsson 29 leikir (0 mörk) West Bromwich Albion 2002-2003Jóhann Birnir Guðmundsson 9 leikir (0 mörk) Watford 1999-2000Guðni Bergsson 135 leikir (8 mörk) Tottenham 1992-1993, Bolton 1995-1996, Bolton 1997-1998 og Bolton 2001-2003.Grétar Rafn Steinsson 113 leikir (3 mörk) Bolton 2008-2011.Eiður Smári Guðjohnsen 210 leikir (55 mörk) Chelsea 2000-2006, Tottenham 2009-2010, Stoke 2010-2011 og Fulham 2011.Brynjar Björn Gunnarsson 43 leikir (3 mörk) Reading 2006-2008Arnar Gunnlaugsson 45 leikir (3 mörk) Bolton 1997-98 og Leicester 1999-2002.Ívar Ingimarsson 72 leikir (4 mörk) Reading 2006-2008Jóhannes Karl Guðjónsson 32 leikir (2 mörk) Aston Villa 2003, Wolves 2003-2004 og Burnley 2009-2010.Þorvaldur Örlygsson 20 leikir (1 mark) Nottingham Forest 1992-1993.Heiðar Helguson 90 leikir (26 mörk) Watford 2000, Fulham 2005-2007, Bolton 2007-2009 og Queens Park Rangers 2011. Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Enska úrvalsdeildin er sú besta í heimi og þar spila margir af fremstu fótboltamönnum heims. Þrettán íslenskir leikmenn hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var sett á laggirnar haustið 1992 og sá fjórtándi bætist í hópinn á nýja árinu. Eggert Gunnþór ákvað að yfirgefa Skotland eftir sjö ár dvöl hjá Hearts og næst á dagskrá er að sanna sig fyrir Mick McCarthy. Eggert Gunnþór verður ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að spila fyrir Úlfana því Ívar Ingimarsson hjálpaði liðinu að komast upp úr ensku b-deildinni 2002-03 og Jóhannes Karl Guðjónsson lék með liðinu í ensku úrvalsdeildinni tímabilið á eftir. Þorvaldur Örlygsson og Guðni Bergsson voru fyrstu íslensku leikmennirnir sem spiluðu í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku báðir í deildinni fyrsta tímabilið eftir að hún var stofnuð. Þorvaldur var á undan og lék með liði Nottingham Forest en Guðni var með Tottenham og fékk reyndar lítið að vera með á þessu tímabili. Guðni átti eftir að snúa aftur með Bolton-liðinu og þá sem fyrirliði. Guðni varð fyrsti Íslendingurinn sem náði því að spila hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni, síðan hafa þrír leikmenn bæst í þann hóp, Hermann Hreiðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson en það er einnig líklegt að Heiðar Helguson nái því síðar á þessu tímabili. Þorvaldur Örlygsson skoraði fyrsta mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni, en markið kom 16. janúar 1993. Þorvaldur kom þá inn á sem varamaður á móti Chelsea tíu mínútum fyrir leikslok og gulltryggði 3-0 sigur. Þorvaldur fékk boltann á fjærstöng og lyfti honum laglega yfir markvörðinn. Þetta var eina mark Íslendings í deildinni þar til Guðni Bergsson skoraði fyrir Bolton í leik á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hermann Hreiðarsson á tvö met Íslendings í ensku úrvalsdeildinni því enginn hefur leikið fleiri leiki og enginn hefur leikið fyrir fleiri lið. Hermann lék alls 332 leiki í úrvalsdeildinni fyrir fimm félög á árunum 1997 til 2010. Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað langflest mörk af íslenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni – alls 55 mörk í 210 leikjum. Hann er líka sá eini sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina en það gerði hann með Chelsea 2005 og 2006. Grétar Rafn Steinsson var síðastur á undan Eggerti Gunnþóri til að reyna sig í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur spilað í deildinni með Bolton frá því í byrjun árs 2008. Grétar Rafn hefur ekki fengið mikið að spila á þessu tímabili en var með Bolton í mikilvægum sigri á móti Blackburn í fyrrakvöld. Íslendingar standa vel að vígi meðal þjóða heimsins þegar kemur að því að eiga leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri Íslendingar hafa þannig spilað í deildinni en leikmenn frá Ísrael (13), Póllandi (12), Slóvakíu (12), Tyrklandi (10), Ungverjalandi (10), Austurríki (8), Búlgaríu (7) og Rússlandi (7) svo einhver þekkt fótboltalönd séu nefnd í samanburði. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir þá þrettán íslensku leikmenn sem hafa náð að spila í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var stofnuð árið 1992.Þórður Guðjónsson 10 leikir (1 mark) Derby 2000–01.Hermann Hreiðarsson 332 leikir (14 mörk) Crystal Palace 1997-98, Wimbledon 1999-2000, Ipswich 2000-2002, Charlton 2003-2007 og Portsmouth 2007-2010.Lárus Orri Sigurðsson 29 leikir (0 mörk) West Bromwich Albion 2002-2003Jóhann Birnir Guðmundsson 9 leikir (0 mörk) Watford 1999-2000Guðni Bergsson 135 leikir (8 mörk) Tottenham 1992-1993, Bolton 1995-1996, Bolton 1997-1998 og Bolton 2001-2003.Grétar Rafn Steinsson 113 leikir (3 mörk) Bolton 2008-2011.Eiður Smári Guðjohnsen 210 leikir (55 mörk) Chelsea 2000-2006, Tottenham 2009-2010, Stoke 2010-2011 og Fulham 2011.Brynjar Björn Gunnarsson 43 leikir (3 mörk) Reading 2006-2008Arnar Gunnlaugsson 45 leikir (3 mörk) Bolton 1997-98 og Leicester 1999-2002.Ívar Ingimarsson 72 leikir (4 mörk) Reading 2006-2008Jóhannes Karl Guðjónsson 32 leikir (2 mörk) Aston Villa 2003, Wolves 2003-2004 og Burnley 2009-2010.Þorvaldur Örlygsson 20 leikir (1 mark) Nottingham Forest 1992-1993.Heiðar Helguson 90 leikir (26 mörk) Watford 2000, Fulham 2005-2007, Bolton 2007-2009 og Queens Park Rangers 2011.
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira