Massimilano Allegri, þjálfari AC Milan, er byrjaður að kynda bálið fyrir síðari leik AC Milan og Tottenham í Meistaradeild Evrópu. Allegri segir að Spurs sé ekki eitt af bestu liðum keppninnar í ár.
"Við áttum ekki að gera mistök gegn Tottenham á heimavelli en þeir nýttu skyndisóknirnar til þess að vinna okkur," sagði Allegri en Spurs vann leikinn á Ítalíu, 0-1.
"Þó svo liðið spili fínan fótbolta er þetta lið ekki eitt af þeim bestu í Evrópu."
Allegri er nokkuð brattur fyrir síðari leikinn þó svo hann sé í smá meiðslavandræðum.
"Andrea Pirlo og Massimo Ambrosini eru báðir meiddir og við eigum ekki mikið af miðjumönnum. Þrátt fyrir það stefnum við á sigur á White Hart Lane."
Þjálfari Milan: Tottenham er ekki besta lið Evrópu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






„Það var engin taktík“
Fótbolti


Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn

