Enski boltinn

Holloway: Torres ekki 50 milljóna punda virði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ian Holloway, stjóri Blackpool.
Ian Holloway, stjóri Blackpool. Nordic Photos / Getty Images
Chelsea og Blackpool mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en stjóri síðarnefnda liðsins, Ian Holloway, er búinn að gera sitt til að trekkja upp Fernando Torres, leikmann Chelsea.

Chelsea keypti Torres frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í lok janúar en spænski framherjinn á enn eftir að skora sitt fyrsta mark fyrir nýja félagið.

„Hann er frábær leikmaður. Er hann 50 milljóna punda virði? Ég tel að enginn sé svo mikils virði. Roman Abramovich er búinn að hnykkla vöðvana og setja öllum að horfa á sig. Er ég sammála þessu? Nei. Get ég gert eitthvað í því? Nei," sagði hinn beinskeytti Holloway við enska fjölmiðla.

„En ef einhver er til í að borga 50 milljónir fyrir hann þá er hann þess virði. Ef einhver væri til í að borga mér 50 milljónir fyrir húsið mitt myndi ég selja honum húsið."

„Ég tel að þeir fengu frábæran leikmenn. Þetta sýnir bara hversu mikill munur er á því sem þeir eru að gera og við erum að gera."

„Torres hefur þegar spilað hérna (með Liverpool) og þá skoraði hann frábært mark. Við vitum því vel hvað hann getur og við þurfum að vera á tánum í kvöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×