Enski boltinn

Van der Vaart frá í sex vikur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tottenham varð fyrir áfalli í gær þegar ljóst var að Hollendingurinn Rafael van der Vaart spilar ekki fótbolta næstu sex vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Man. City á dögunum.

"Þetta var það síðasta sem við þurftum. Þetta eru slæm meiðsli og þetta kemur sér afar illa fyrir liðið," sagði svekktur stjóri Spurs, Harry Redknapp.

Hollendingurinn mun missa af leikjum gegn Wolves, Liverpool, Wigan og Arsenal í það minnsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×