Fótbolti

Ótrúlegt sjálfsmark hjá Spánverjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Varnarmaður U-21 árs landsliðs Spánar skoraði eitt flottasta sjálfsmark seinni ára í leik Spánar og Georgíu í gær. Markið var með hælspyrnu af um 25 metra færi. David de Gea var varnarlaus í markinu.

Markið kom reyndar ekki að sök enda var Spánn 6-0 yfir er sjálfsmarkið kom. Leiknum lauk síðan með 7-2 sigri Spánverja.

Sjón er sögu ríkari en hægt er að sjá markið hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×