Carew hylltur í Noregi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2011 17:30 Carew fiskar hér vítið í leiknum. John Carew er þjóðhetja í Noregi eftir 1-0 sigur Norðmanna gegn Íslendingum í gær. Hann fiskaði vítið sem færði þeim norsku sigurinn á silfurfati. „Frelsari Drillo,“ segir í risastórri fyrirsögn á forsíðu íþróttahluta Verdens Gang. „Takk, John,“ stóð á forsíðu Dagbladet. Í opnu blaðsins er svo mynd af Carew fagna með þeim Moa og Kjetil Wæhler eftir leik með fyrirsögninni: „Komdu bara, Danmörk.“ Aftonposten hrósaði landsliðsþjálfaranum Egil „Drillo“ Olsen sérstaklega fyrir skiptinguna en Carew kom inn á þegar tíu mínútum voru til leiskloka. Sjö mínútum síðar fiskaði hann vítaspyrnuna sem Moa skoraði úr. Verdens Gang segir að Carew hafi átt stóran þátt í níu af þeim þrettán stigum sem Norðmenn eru með í undankeppninni. Hann lagði upp sigurmark Erik Huseklepp gegn Portúgal en Norðmenn unnu þann leik óvænt 1-0. Þá kom hann Norðmönnum í 2-0 forystu gegn Kýpur en þar sem leiknum lyktaði með 2-1 sigri þeirra norsku reyndist mark hans sérstaklega dýrmætt. Hann sé því „frelsari Drillo“. Dálkahöfundar blaðanna hrósa einnig Carew mikið. „Í 80 mínútur hljóp Moa völlinn á Ullevaal fram og til baka til að leita sér að leikfélaga. Þá kom John Carew inn á,“ skrifar Truls Dæhli í VG. „Finnum einhvern sem Moa getur leikið sér við á Parken. Hann þarf á því að halda og honum finnst gott að leika við Carew. Ég er þess fullviss að það tvíeyki gerir norska liðið enn hættulegra og sterkara.“ Þess má geta að á forsíðu íþróttablaðs VG á föstudaginn var mynd af vinstri skó Moa með fyrirsögninni: „Þessir skór eiga að ganga frá Íslandi.“ Það átti sannarlega eftir að verða raunin. Miðjumaðurinn Alexander Tettey, sem átti skot í stöng íslenska marksins í leiknum í gær, var sá eini sem fékk 7 í einkunnagjöf Dagbladet. Aðrir fengu 5 eða 6, nema þeir Henning Hauger og Moa sem fengu báðir fjóra. Fyrirliðinn og varnarmaðurinn Brede Hangeland var maður leiksins hjá VG. Hann fékk 7 í einkunn, eins og bakvörðurinn Tom Högli og áðurnefndur Tettey. Aðrir fengu 5 eða 6, nema Jonathan Parr sem fékk 4. Íslensku leikmennirnir fá einnig einkunn í VG. Stefán Logi Magnússon fékk 7 og þeir Sölvi Geir Ottesen og Hjörtur Logi Valgarðsson 6. Aðrir fá 4 eða 5 nema þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson - báðir fá 3. Fótbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
John Carew er þjóðhetja í Noregi eftir 1-0 sigur Norðmanna gegn Íslendingum í gær. Hann fiskaði vítið sem færði þeim norsku sigurinn á silfurfati. „Frelsari Drillo,“ segir í risastórri fyrirsögn á forsíðu íþróttahluta Verdens Gang. „Takk, John,“ stóð á forsíðu Dagbladet. Í opnu blaðsins er svo mynd af Carew fagna með þeim Moa og Kjetil Wæhler eftir leik með fyrirsögninni: „Komdu bara, Danmörk.“ Aftonposten hrósaði landsliðsþjálfaranum Egil „Drillo“ Olsen sérstaklega fyrir skiptinguna en Carew kom inn á þegar tíu mínútum voru til leiskloka. Sjö mínútum síðar fiskaði hann vítaspyrnuna sem Moa skoraði úr. Verdens Gang segir að Carew hafi átt stóran þátt í níu af þeim þrettán stigum sem Norðmenn eru með í undankeppninni. Hann lagði upp sigurmark Erik Huseklepp gegn Portúgal en Norðmenn unnu þann leik óvænt 1-0. Þá kom hann Norðmönnum í 2-0 forystu gegn Kýpur en þar sem leiknum lyktaði með 2-1 sigri þeirra norsku reyndist mark hans sérstaklega dýrmætt. Hann sé því „frelsari Drillo“. Dálkahöfundar blaðanna hrósa einnig Carew mikið. „Í 80 mínútur hljóp Moa völlinn á Ullevaal fram og til baka til að leita sér að leikfélaga. Þá kom John Carew inn á,“ skrifar Truls Dæhli í VG. „Finnum einhvern sem Moa getur leikið sér við á Parken. Hann þarf á því að halda og honum finnst gott að leika við Carew. Ég er þess fullviss að það tvíeyki gerir norska liðið enn hættulegra og sterkara.“ Þess má geta að á forsíðu íþróttablaðs VG á föstudaginn var mynd af vinstri skó Moa með fyrirsögninni: „Þessir skór eiga að ganga frá Íslandi.“ Það átti sannarlega eftir að verða raunin. Miðjumaðurinn Alexander Tettey, sem átti skot í stöng íslenska marksins í leiknum í gær, var sá eini sem fékk 7 í einkunnagjöf Dagbladet. Aðrir fengu 5 eða 6, nema þeir Henning Hauger og Moa sem fengu báðir fjóra. Fyrirliðinn og varnarmaðurinn Brede Hangeland var maður leiksins hjá VG. Hann fékk 7 í einkunn, eins og bakvörðurinn Tom Högli og áðurnefndur Tettey. Aðrir fengu 5 eða 6, nema Jonathan Parr sem fékk 4. Íslensku leikmennirnir fá einnig einkunn í VG. Stefán Logi Magnússon fékk 7 og þeir Sölvi Geir Ottesen og Hjörtur Logi Valgarðsson 6. Aðrir fá 4 eða 5 nema þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson - báðir fá 3.
Fótbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira