Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Erla Hlynsdóttir skrifar 18. mars 2011 10:22 Gröfturinn í auganu sést á þessari mynd Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. Tíkin fór í skapgerðarmat eftir árásina og í kafla um heilbrigðisskoðun sem gerð var í húsakynnum dýraeftirlitsins segir: „Tíkin er horuð, rif og mjaðmabein eru vel sýnileg. Tíkin var útötuð í saur á annarri hliðinni á búk og læri (með niðurgang). Hún er frekar vöðvarýr á lærum og yfir axlarblöðun. Gröftur er í báðum augum og augnslímhimna rauð. Nuddsár eru ofan á trýni og vörum."Umhirðu ábótavant Eins og Vísir greindi frá í gær vill héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis láta lóga tíkinni þar sem það er álit læknisins að aflífa skuli hunda sem bíta fólk. Konan sem tíkin beit var nágrannakona eigandans og var hún að koma í heimsókn. Tíkin var þá bundin fyrir utan heimili eigandans. Hún réðst snögglega að konunni, beit hana fast í handlegginn og sýna myndir af áverkum að tennur hundsins hafi rist djúpt. Eftir þetta var tíkin færð í umsjá dýraeftirlits Selfoss að Byggðarhorni. Meðfylgjandi myndir eru teknar þar.Mynd tekin þar sem tíkin var vistuð eftir að hún var tekin af eiganda sínumÁrni Stefán Árnason er lögmaður eiganda tíkarinnar. Hann segir að lýsing á aðbúnaði sem hundaatferlisráðgjafi og dýralæknir lýsa í skapgerðarmatinu sé óhugguleg. Samkvæmt lýsingunni hafi aðbúnaði og umhirðu dýrsins verið verulega ábótavant. „Það bendir jafnframt til þess að þetta dýr hafi þurft að þola ástæðulausar þjáningar og illa meðferð á meðan það var í vörslu þeirra sem tóku tíkina af eigandanum," segir hann.Skylt að fara vel með öll dýr Árni vísar í dýraverndarlög þar sem segir að skylt sé að fara vel með öll dýr, tryggja þeim viðunandi vistarverur og gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir vanlíðan dýranna.Eigandi tíkarinnar segir að bælið hafi verið blautt og vistarverurnar mjög óvistlegar í alla staði. Hún hefur ráðið sér lögmannAuk þess telur hann að reglur úr samþykkt um hundahald í Árborg hafi verið brotnar, en hundurinn var vistaður á Selfossi. Í samþykktinni segir að eigandi eða umsjónarmaður hunds skuli halda dýrinu hreinu, sem og vistarverum hundsins. „Daglegar vistarverur skulu vera hreinar, hæfilega hlýjar, bjartar og vel loftræstar," segir í samþykktinni. Árni segir að dýralæknar úr Garðabæ hafi komið á svæðið til að skoða tíkina og krafist þess að hún yrði flutt þaðan. Hún dvelur nú á dýralæknastöðinni í Garðabæ þar sem meðal annars er hugað að augnsýkingunni. Árni vinnur einnig fyrir eiganda tíkarinnar til að reyna að fá því hnekkt að hún verði aflífuð, eins og Vísir fjallaði um í gær. Tengdar fréttir Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01 Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58 Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi "Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. 10. mars 2011 13:05 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20 Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. Tíkin fór í skapgerðarmat eftir árásina og í kafla um heilbrigðisskoðun sem gerð var í húsakynnum dýraeftirlitsins segir: „Tíkin er horuð, rif og mjaðmabein eru vel sýnileg. Tíkin var útötuð í saur á annarri hliðinni á búk og læri (með niðurgang). Hún er frekar vöðvarýr á lærum og yfir axlarblöðun. Gröftur er í báðum augum og augnslímhimna rauð. Nuddsár eru ofan á trýni og vörum."Umhirðu ábótavant Eins og Vísir greindi frá í gær vill héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis láta lóga tíkinni þar sem það er álit læknisins að aflífa skuli hunda sem bíta fólk. Konan sem tíkin beit var nágrannakona eigandans og var hún að koma í heimsókn. Tíkin var þá bundin fyrir utan heimili eigandans. Hún réðst snögglega að konunni, beit hana fast í handlegginn og sýna myndir af áverkum að tennur hundsins hafi rist djúpt. Eftir þetta var tíkin færð í umsjá dýraeftirlits Selfoss að Byggðarhorni. Meðfylgjandi myndir eru teknar þar.Mynd tekin þar sem tíkin var vistuð eftir að hún var tekin af eiganda sínumÁrni Stefán Árnason er lögmaður eiganda tíkarinnar. Hann segir að lýsing á aðbúnaði sem hundaatferlisráðgjafi og dýralæknir lýsa í skapgerðarmatinu sé óhugguleg. Samkvæmt lýsingunni hafi aðbúnaði og umhirðu dýrsins verið verulega ábótavant. „Það bendir jafnframt til þess að þetta dýr hafi þurft að þola ástæðulausar þjáningar og illa meðferð á meðan það var í vörslu þeirra sem tóku tíkina af eigandanum," segir hann.Skylt að fara vel með öll dýr Árni vísar í dýraverndarlög þar sem segir að skylt sé að fara vel með öll dýr, tryggja þeim viðunandi vistarverur og gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir vanlíðan dýranna.Eigandi tíkarinnar segir að bælið hafi verið blautt og vistarverurnar mjög óvistlegar í alla staði. Hún hefur ráðið sér lögmannAuk þess telur hann að reglur úr samþykkt um hundahald í Árborg hafi verið brotnar, en hundurinn var vistaður á Selfossi. Í samþykktinni segir að eigandi eða umsjónarmaður hunds skuli halda dýrinu hreinu, sem og vistarverum hundsins. „Daglegar vistarverur skulu vera hreinar, hæfilega hlýjar, bjartar og vel loftræstar," segir í samþykktinni. Árni segir að dýralæknar úr Garðabæ hafi komið á svæðið til að skoða tíkina og krafist þess að hún yrði flutt þaðan. Hún dvelur nú á dýralæknastöðinni í Garðabæ þar sem meðal annars er hugað að augnsýkingunni. Árni vinnur einnig fyrir eiganda tíkarinnar til að reyna að fá því hnekkt að hún verði aflífuð, eins og Vísir fjallaði um í gær.
Tengdar fréttir Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01 Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58 Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi "Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. 10. mars 2011 13:05 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20 Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01
Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58
Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi "Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. 10. mars 2011 13:05
Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20
Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“