Enski boltinn

Sir Alex Ferguson neitar núna að tala við MUTV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er þekktur fyrir að loka á fjölmiðla ef hann er ekki ánægður með umfjöllun þeirra en nú hefur hann stigið einu skrefi lengra og neitað að fara í viðtöl hjá MUTV, sjónvarpsstöð Manchester United.

Ferguson var kærður fyrir ummæli sín í einkaviðtali við MUTV-stöðina eftir tapleik á móti Chelsea í vikunni þar sem að hann sakaði dómarann Martin Atkinson um ósanngirni og að hann hafi búist við óhagstæðri dómgæslu þegar hann sá hver væri að dæma. Ferguson gæti fengið fimm leikja bann því hann er enn á skilorði hjá enska sambandinu síðan í fyrra.

Ferguson hætti við vikulegt viðtal á MUTV í tengslum við Liverpool-leikinn á sunnudaginn og félagið hefur jafnframt staðfest það að Manchester United sjónvarpsstöðin fær ekki neitt aðgengi að stjóra sínum á næstunni.

MUTV er reyndar ekki sér á báti því Sir Alex hefur hætt við alla blaðamannafundi og lokað á öll samskipti við fjölmiðla eftir að hann frétti af kæru aganefndar enska knattspyrnusambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×