Enski boltinn

Ancelotti búinn að ræða við Roma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fyrrum félagi Carlo Ancelotti hjá ítalska landsliðinu, Ruggerio Rizzitelli, heldur því fram í dag að Ancelotti sé þegar búinn að ræða við forráðamenn Roma um þann möguleika að taka við liðinu.

Roma rak Claudio Ranieri í síðasta mánuði og réð Vincenzo Montella í hans stað út leiktíðina. Hermt er að Roma vilji fá Ancelotti í sumar og treysti á að hann verði rekinn frá Chelsea í sumar.

Rizzitelli segir þó margt velta á því hvað Ancelotti muni hafa úr miklum peningum að spila því hann vilji gera Roma að samkeppnishæfu liði.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×