Enski boltinn

Platt: Leikskipulag City gekk fullkomlega upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez var með þrennu í fyrri hálfleik.
Tevez var með þrennu í fyrri hálfleik.

Carlos Tevez hélt upp á 27 ára afmælið sitt í dag með þvi að skora þrennu gegn WBA. Þetta var þriðja þrenna Tevez í búningi Man. City.

Aðstoðarþjálfari City, David Platt, sagði leikskipulag liðsins hafa heppnast fullkomlega.

"Við færðum allt liðið fram á völlinn. Vissum að við þyrftum að hafa bakverðina á þeirra vallarhelmingi. Það virkaði fínt og við vorum alltaf fleiri en þeir," sagði Platt en tvö marka Tevez í leiknum komu úr vítum.

"Við vorum svolítið svekktir að liðið skyldi ekki bæta við mörkum í síðari hálfleiks og spila eins og það gerði í fyrri hálfleik. Við héldum samt hreinu og það er bónus," sagði Platt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×