Fótbolti

Kolbeinn skoraði í tapleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn er sjóðheitur þessa dagana.
Kolbeinn er sjóðheitur þessa dagana.

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er hreinlega óstöðvandi þessa dagana. Hann skoraði fimm mörk um daginn og í kvöld skoraði hann aftur fyrir AZ Alkmaar er það sótti Excelsior heim.

Kolbeinn kom AZ yfir í leiknum með marki á 10. mínútu og lengi vel leit út fyrir að þetta mark myndi duga AZ.

Excelsior minnkaði aftur á móti muninn 25 mínútum fyrir leikslok og tryggði sér svo sigur með marki ellefu mínútum fyrir leikslok.

Jóhann Berg Guðmundsson var einnig í byrjunarliði AZ en var tekinn af velli í hálfleik.

AZ er enn í fimmta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×