Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra 10. febrúar 2011 19:01 Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar. Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherrans, segir lögmaður Flóahrepps.Synjun ráðherra fyrir rúmu ári að staðfesta skipulag tveggja hreppa, Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, stöðvaði í raun þrjár virkjanir í neðri Þjórsá, kenndar við Urriðafoss, Holt og Hvamm, en þær voru fullhannaðar og tilbúnar til útboðs. Svandís Svavarsdóttir hafnaði skipulaginu á þeirri forsendu að Landsvirkjun hefði greitt kostnað viðkomandi sveitarfélaga vegna skipulagsvinnu.Ráðamenn Flóahrepps sættu sig ekki við ákvörðun ráðherrans, hvað varðar Urriðafossvirkjun, töldu þetta pólitískan gerning en ekki faglegan. Flóamenn höfðu sigur í Héraðsdómi í haust og nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm. Fimm dómarar Hæstaréttar voru einhuga um niðurstöðuna.Óskar Sigurðsson, lögmaður Flóahrepps, segir dóm Hæstaréttar vera mikinn áfellisdóm yfir stjórnsýslu ráðherra; að ráðherra hafi brotið gegn fyrirmælum laga við ákvörðun sína og ekki farið eftir því sem lagaatextinn segir.Þá komi fram í dómnum að sveitarstjórn hafi að öllu leyti, efnislega, málefnalega og löglega, staðið rétt að sínum ákvörðunum, að sögn Óskars.„Það er þvert gegn því sem ráðherra hefur haldið fram, - og sveitarstjórnarmenn þurft að sitja undir áburði um það að hafa ekki staðið faglega að málum. Þessu er einfaldlega hnekkt, bæði í héraði og Hæstarétti," segir lögmaðurinn.Synjun Svandísar í fyrra hafði þær afleiðingar, að sögn forstjóra Landsvirkjunar, að fyrirtækið ákvað að fresta öllum viðræðum við fjölda erlenda fyrirtækja sem óskað höfðu eftir orkukaupum, og sagði Hörður Arnarson þá að ákvörðun ráðherrans myndi tefja atvinnuuppbyggingu, sem nýtt hefði orku þessara virkjana, um eitt til tvö ár.„Ég geri ráð fyrir því að ráðherra staðfesti þetta skipulag á næstu dögum," segir lögmaður Flóahrepps. Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. 10. febrúar 2011 16:48 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar. Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherrans, segir lögmaður Flóahrepps.Synjun ráðherra fyrir rúmu ári að staðfesta skipulag tveggja hreppa, Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, stöðvaði í raun þrjár virkjanir í neðri Þjórsá, kenndar við Urriðafoss, Holt og Hvamm, en þær voru fullhannaðar og tilbúnar til útboðs. Svandís Svavarsdóttir hafnaði skipulaginu á þeirri forsendu að Landsvirkjun hefði greitt kostnað viðkomandi sveitarfélaga vegna skipulagsvinnu.Ráðamenn Flóahrepps sættu sig ekki við ákvörðun ráðherrans, hvað varðar Urriðafossvirkjun, töldu þetta pólitískan gerning en ekki faglegan. Flóamenn höfðu sigur í Héraðsdómi í haust og nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm. Fimm dómarar Hæstaréttar voru einhuga um niðurstöðuna.Óskar Sigurðsson, lögmaður Flóahrepps, segir dóm Hæstaréttar vera mikinn áfellisdóm yfir stjórnsýslu ráðherra; að ráðherra hafi brotið gegn fyrirmælum laga við ákvörðun sína og ekki farið eftir því sem lagaatextinn segir.Þá komi fram í dómnum að sveitarstjórn hafi að öllu leyti, efnislega, málefnalega og löglega, staðið rétt að sínum ákvörðunum, að sögn Óskars.„Það er þvert gegn því sem ráðherra hefur haldið fram, - og sveitarstjórnarmenn þurft að sitja undir áburði um það að hafa ekki staðið faglega að málum. Þessu er einfaldlega hnekkt, bæði í héraði og Hæstarétti," segir lögmaðurinn.Synjun Svandísar í fyrra hafði þær afleiðingar, að sögn forstjóra Landsvirkjunar, að fyrirtækið ákvað að fresta öllum viðræðum við fjölda erlenda fyrirtækja sem óskað höfðu eftir orkukaupum, og sagði Hörður Arnarson þá að ákvörðun ráðherrans myndi tefja atvinnuuppbyggingu, sem nýtt hefði orku þessara virkjana, um eitt til tvö ár.„Ég geri ráð fyrir því að ráðherra staðfesti þetta skipulag á næstu dögum," segir lögmaður Flóahrepps.
Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. 10. febrúar 2011 16:48 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. 10. febrúar 2011 16:48