Enski boltinn

Arsenel og Barcelona í viðræðum um framtíð Cesc Fabregas

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Stuðningsmaður Barcelona býður Fabregas velkomin til liðsins.
Stuðningsmaður Barcelona býður Fabregas velkomin til liðsins. Nordic Photos/Getty Images
Peter Hill-Wood, stjórnarformaður enska fótboltaliðsins Arsenal, sagði í morgun að félagið hafi með formlegum hætti hafið viðræður við spænska stórliðið Barcelona um væntanleg vistaskipti Cesc Fabregas.  Formlegt tilboð hefur ekki borist í leikmanninn en Fabregas hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona undanfarin misseri.

Sandro Rosell, forseti Barcelona, hefur sagt að félagið ætli ekki að greiða „fáránlega háa upphæð“ fyrir Fabregas.  Spánar og Evrópumeistararnir hafa einnig sýnt því áhuga að fá Alexis Sanchez frá Udinese og Giuseppe Rossi frá Villareal.

Hill-Wood segir að félagið muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að halda leikmanninum í Arsenal. „Já, við höfum fengið fyrirspurnir frá Barcelona vegna Cesc. Þeir hafa haft samband með formlegum hætti, en ekkert tilboð hefur borist og við viljum ekki missa hann,“ sagði Hill-Wood við Sunday Mirror. „Hann kemur frá Barcelona og við skiljum það að hann vilji fara til baka en á meðan ekkert tilboð hefur borist er ekkert að gerast í þessu máli,“ bætti hann við. Talið er að Josep Bartomeu varaforseti Barcelona og íþróttastjóri félagsins Andoni Zubizarreta haldi til London á næstunni til þess að hefja formlegar viðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×