Enski boltinn

Porto neitar því að Chelsea sé búið að ráða Villas-Boas

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Forráðamenn portúgalska fótboltaliðsins Porto neita því að búið sé að ganga frá því að þjálfari liðsins Andre Villas-Boas taki við enska liðinu Chelsea.
Forráðamenn portúgalska fótboltaliðsins Porto neita því að búið sé að ganga frá því að þjálfari liðsins Andre Villas-Boas taki við enska liðinu Chelsea. Nordic Photos/Getty Images
Forráðamenn portúgalska fótboltaliðsins Porto neita því að búið sé að ganga frá því að þjálfari liðsins Andre Villas-Boas taki við enska liðinu Chelsea. Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Chelsea hafi nýtt sér ákvæði í samningi Villas-Boas þess efnis að hann gæti farið ef Porto fengi um 2,5 milljarða kr. greiðslu í staðinn.

Chelsea leitar að eftirmanni Carlo Ancelotti sem var sagt upp störfum nokkrum mínútum efir síðasta deildarleikinn í maí. Undir hans stjórn varð Chelsea enskur meistari og einnig enskur bikarmeistari.

Guus Hiddink verður líklega ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea en hann er þjálfari tyrkneska landsliðsins og Hollendingurinn var knattspyrnustjóri hjá Chelsea um tíam 2008-2009. Talið er að Chelsea gæti þurft að greiða tyrkneska knattspyrnusambandinu allt að 750 milljónir kr. fyrir að losa Hiddink undan samningi sínum við Tyrkina.

Villas-Boas er aðeins 33 ára gamall en hann var aðstoðarmaður Jose Mourinho þegar hann var knattspyrnustjóri Chelsea. Villas-Boas þekkir því vel til á Stamford Bridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×