Enski boltinn

Marveaux samdi við Newcastle

Sylvain Marveaux hefur samið við enska úrvalsdeildarliðið Newcastle.
Sylvain Marveaux hefur samið við enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. AFP
Sylvain Marveaux hefur samið við enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Hinn 25 ára gamli framherji hafði verið orðaður við Liverpool en ekkert varð af þeim kaupum og Rennes leikmaðurinn endaði því í Newcastle. Marveaux stóðst ekki læknisskoðun hjá Liverpool en Newcastle tekur töluverða áhættu með því að semja við leikmanninn sem hefur verið meiddur frá því í nóvember.

Alan Pardew knattspyrnustjóri Newcastle hefur nú þegar fengið nokkra leikmenn til liðsins og þar má nefna, Mehdi Abeid frá Lens, Yohan Cabaye frá Lille og framherjann Demba Ba sem var á mála hjá West Ham. Pardew hefur einnig lýst yfir áhuga á að fá Hatem Ben Arfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×