Enski boltinn

Andlegi þáttur Arsenal orðinn sterkari

Elvar Geir Magnússon skrifar
Robin Van Persie, Alex Song og Bacary Sagna fagna.
Robin Van Persie, Alex Song og Bacary Sagna fagna.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að andlegi þátturinn í leikmannahópi sínum sé mun sterkari en undanfarin ár og að sínir menn hafi þá hugsun sem þurfi til að verða meistarar.

„Það er mun erfiðara að brjóta liðið niður en áður, mínir menn hafa lært af síðustu tímabilum. Við erum mun sterkari andlega því hópurinn hefur mótast og öðlast reynslu," segir Wenger.

Arsenal átti ekki í miklum vandræðum með Birmingham um helgina og vann 3-0 útisigur.

„Menn vilja vinna og hafa lært mikið. Ég er mjög ánægður með andann og hugarfarið í öllum hópnum og gæðin sem liðið sýnir á vellinum. Við mættum hörkunni frá Birmingham af krafti, vorum yfirvegaðir iog spiluðum flottan fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×