Enski boltinn

Birmingham samþykkir tilboð Sunderland í Craig Gardner

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gardner fagnar deildabikartitlinum með Birmingham síðastliðið vor
Gardner fagnar deildabikartitlinum með Birmingham síðastliðið vor Mynd/AFP Nordic
Miðjumaðurinn Craig Gardner sem lék með Birmingham síðustu tvö tímabil er að öllum líkindum á leið til Sunderland. Skysports fréttastöðin greinir frá því að Birmingham hafi samþykkt tilboð upp á 5 milljónir punda í leikmanninn.

Gardner hefur leikið með Birmingham síðustu 18 mánuði en var áður á mála hjá erkfjendum þeirra Aston Villa. Hjá Villa fékk hann fá tækifæri en hefur slegið í gegn í bláum búningi Birmingham, liðsins sem hann studdi í æsku. Á síðustu leiktíð skoraði hann ellefu mörk, mörg með glæsilegum skotum utan af velli.

Gardner er ekki eini leikmaður Birmingham sem stefnir norður í land en reiknað er með því að Sebastian Larsson gangi formlega til liðs við Sunderland um mánaðamótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×