Fótbolti

Messi: Aldrei jafn elskaður í heimalandinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Lionel Messi er nú að undirbúa sig fyrir Copa America með argentínska landsliðinu og segir að hann hafi aldrei fyrr fundið fyrir jafn mikilli hlýju í sinn garð í heimalandinu.

Messi flutti aðeins tólf ára gamall til Barcelona á Spáni þar sem hann spilar nú. Margir hafa gagnrýnt hann fyrir að ná ekki að spila jafn vel með landsliði sínu og félagsliðinu - þar sem hann hefur slegið rækilega í gegn.

„Ég hef aldrei verið jafn mikið elskaður af fólkinu í Argentínu. Það hefur alltaf verið eini staðurinn þar sem ég fann ekki fyrir sömu væntumþykju í minn garð og í Barcelona.“

„Það hefur alltaf verið mikið talað um mig í Argentínu þar sem okkur í landsliðinu hefur því miður ekki tekist að vinna neitt. Mér hefur hins vegar tekist að vinna allt sem hægt er að vinna með félagsliði mínu og vonandi kemst ég á sömu braut með landsliðinu.“

„Draumur minn í sumar er að vinna Copa America. Við vitum allir hvað það er þýðingarmikið fyrir mig og Argentínu. Við erum með mjög gott lið og þetta er okkar markmið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×