Enski boltinn

Ótrúlegt tattú-klúður hjá Carew

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Samsett mynd/Rósa
Samsett mynd/Rósa

Það er mikið hlegið að Norðmanninum John Carew í búningsklefa Stoke City þessa dagana. Ástæðan er sú að hann klúðraði tattúi, sem fór á hálsinn á honum, hreint hrikalega.

Tattúið er á frönsku og á að þýða: "Mitt líf, mínar reglur." Þar sem einn stafur klúðraðist má líka lesa tattúið svona: "Mitt líf, mínar blæðingar". Afar neyðarlegt svo ekki sé meira sagt.

Tattúið er nýtt af nálinni og ekki beint á besta stað. Varnarmenn í ensku deildinni munu vafalítið nýta sér þetta klúður til þess að æsa Carew upp.

Carew er ekki eini knattspyrnumaðurinn sem hefur klúðrað málum á húðflúrsstofunni.

David Beckham fékk sér nafn eiginkonu sinnar, Victoriu, á hindí en útkoman varð: "Vihctoria".










Fleiri fréttir

Sjá meira


×