Enski boltinn

Chelsea færist nær því að semja við Andre Villas-Boas

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Allt bendir til þess að hinn 33 ára gamli Andre Villas-Boas frá Portúgal taki við enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið á undanförnum dögum en Chelsea þarf líklega að greiða allt að  2,5 milljarða kr. til þess að losa Villas-Boas undan samningi hans við Porto í heimalandinu.
Allt bendir til þess að hinn 33 ára gamli Andre Villas-Boas frá Portúgal taki við enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið á undanförnum dögum en Chelsea þarf líklega að greiða allt að 2,5 milljarða kr. til þess að losa Villas-Boas undan samningi hans við Porto í heimalandinu. Nordic Photos/Getty Images
Allt bendir til þess að hinn 33 ára gamli Andre Villas-Boas frá Portúgal taki við enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið á undanförnum dögum en Chelsea þarf líklega að greiða allt að  2,5 milljarða kr. til þess að losa Villas-Boas undan samningi hans við Porto í heimalandinu.

Litlar líkur eru á því að Hollendingurinn Guus Hiddink verði yfirmaður íþróttamála hjá félaginu eins og margt benti til. Hiddink er þjálfari tyrkneska landsliðsins og hefur hann rætt við forráðamenn tyrkneska sambandsins að undanförnu um þann möguleika að vera í starfi hjá Chelsea samhliða landsliðsþjálfaratöðunni. Þær viðræður virðast hafa siglt í strand.

Chelsea hefur enn ekki staðfest að Andre Villas-Boas verði næsti knattspyrnustjóri liðsins en félagið hefur sagt að ákvörðun verði tekin á allra næstu dögum.

Villas-Boas var aðstoðarþjálfari Jose Mourinho hjá Chelsea árið 2004 og hann hefur líkt og Mourinho aldrei leikið sem atvinnumaður í fótbolta. Villas-Boas náði frábærum árangri með Porto en liðið vann þrjá titla á síðustu leiktíð.

Ef Villas-Boas tekur við Chelsea verður hann yngsti knattpsyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Manchester United, er elstur, 69 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×