Fótbolti

17 ára leikmaður meðvitundarlaus eftir höfuðhögg

Sindre Munkvold, 17 ára gamall leikmaður norska liðsins Hammerfest liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í Tromsö eftir að hafa fengið bolta í höfuðið í leik gegn Öksfjörd s.l. laugardag.

Munkvold er leikmaður með unglingaliði Hammerfest og fékk hann boltann í hálsinn að framanverðu þegar markvörður Hammerfest sparkaði boltanum frá marki.  Munkvold stóð ekki langt frá markverðinum og skotið var því fast og kraftmikið.

Munkvold er alvarlega slasaður og Jan Steinar Paulsen þjálfari liðsins segir að hann hafi aldrei séð slíkt á 40 ára þjálfaraferli.  „Hann missti strax meðvitund en sem betur fer var sjúkrabíll við völlinn og hann fékk strax meðhöndlun frá fagfólki,“  segir Paulsen við norska Dagblaðið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×