Enski boltinn

Ryan Babel um Suarez: Hann er þegar orðinn goðsögn á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez fagnar marki með Liverpool.
Luis Suarez fagnar marki með Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ryan Babel átti 25 ára afmæli í gær og notaði tækifærið og svaraði spurningum aðdáenda sinna inn á twitter-síðu sinni. Margir stuðningsmenn Liverpool notuðu tækifærið og fengu skoðun Babel á sínu gamla félagi.

Babel hrósaði mikið Luis Suarez og segir að Úrúgvæmaðurinn sé þegar búinn að tryggja sér sess í hjörtum stuðningsmanna Liverpool.

„Luis er búinn að bæta sig mikið. Hann var goðsögn í Ajax og ég er á því að hann sé þegar orðin goðsögn í Liverpool," skrifaði Ryan Babel og hann sagðist enn vera í sambandi við gömlu liðsfélaga sína hjá Liverpool.

„Ég tala mikið við Lucas (Leiva) og ég held líka sambandi við Martin (Skrtl). Það er gott að halda tengslum við klúbbinn," sagði Babel sem er núna liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Hoffenheim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×