Enski boltinn

Szczesny: Arsenal má ekki lenda neðar en Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wojciech Szczesny með félögum sínum í Arsenal.
Wojciech Szczesny með félögum sínum í Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, er sannfærður um að Arsenal sé með betra lið en nágrannarnir í Tottenham og að liðið muni enda ofar þegar upp verður staðið í vor.

Arsenal tapaði á móti Manchester City á sunnudaginn á sama tíma og Tottenham vann Sunderland og Tottenham er því fimm stigum á undan auk þess að eiga leik inni.

„Það er aðalmarkmiðið hjá okkur núna að komast upp fyrir Tottenham," sagði Wojciech Szczesny við Evening Standard.

„Við viljum umfram allt ekki enda neðar en þeir. Þetta er minn persónulegi metnaður því ég er bara einn af stuðningsmönnum liðsins og það skiptir mig miklu máli að vera ofar en Tottenham. Ég er sannfærður um að við náum því," sagði Wojciech Szczesny.

„Tottenham-liðið mun misstíga sig. Þeir hafa verið í frábæru formi og eiga hrós skilið fyrir það. Tíminn mun leiða það í ljós hvort þeir þoli pressuna en vonandi tapa þeir eitthvað af stigum í seinni hlutanum," sagði Szczesny sem hefur eytt öllum vafa í herbúðum Arsenal að liðinu vanti nýjan markvörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×