Refsingu Suarez andmælt harðlega í yfirlýsingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2011 23:16 Nordic Photos / Getty Images Liverpool sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir furðu sinni að aganefnd enska knattspyrnusambandsins hafi dæmt sóknarmanninn Luis Suarez í átta leikja bann. Suarez er gefið að sök að hafa verið með kynþáttaníð í garð Patrice Evra, leikmann Manchester United, í leik liðanna í haust. „Okkur þykir það með ólíkindum að það sé hægt að dæma Luis sekan þar sem ekkert annað en orð Patrice Evra liggja fyrir í þessu máli. Enginn annar á vellinum, ekki einu sinni liðsfélagar Evra í Manchester United eða þá dómarar leiksins, heyrði það sem Luis hafði átt að hafa sagt við hann," sagði meðal annars í yfirlýsingunni, sem má lesa í heild sinni hér. Þá er sagt að Liverpool hafi alla tíð barist gegn kynþáttaníði og mismunun. Félagið hafi skoðað þetta mál ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að Suarez sé saklaus af ásökunum. „Það er líka skoðun okkar að ásakanir þessa tiltekna leikmanns eiga ekki við rök að styðjast - ekki frekar en áður þegar hann hefur komið fram með álíka ásakanir," sagði í yfirlýsingunni. Einnig er fullyrt að enska knattspyrnusambandið hafi alltaf ætlað sér að kæra Suarez fyrir meint brot, jafnvel áður en rætt var við hann í upphafi síðasta mánaðar. „Við viljum einnig gjarnan vita hvort að enska knattspyrnusambandið ætli einnig að kæra Patrice Evra, sem viðurkenndi að hafa móðgað Luis Suarez með ljótu orðbragði á spænsku í leiknum. Luis sagði að hann hafi ekki heyrt umrædd ummæli sem segir sitt." Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira
Liverpool sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir furðu sinni að aganefnd enska knattspyrnusambandsins hafi dæmt sóknarmanninn Luis Suarez í átta leikja bann. Suarez er gefið að sök að hafa verið með kynþáttaníð í garð Patrice Evra, leikmann Manchester United, í leik liðanna í haust. „Okkur þykir það með ólíkindum að það sé hægt að dæma Luis sekan þar sem ekkert annað en orð Patrice Evra liggja fyrir í þessu máli. Enginn annar á vellinum, ekki einu sinni liðsfélagar Evra í Manchester United eða þá dómarar leiksins, heyrði það sem Luis hafði átt að hafa sagt við hann," sagði meðal annars í yfirlýsingunni, sem má lesa í heild sinni hér. Þá er sagt að Liverpool hafi alla tíð barist gegn kynþáttaníði og mismunun. Félagið hafi skoðað þetta mál ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að Suarez sé saklaus af ásökunum. „Það er líka skoðun okkar að ásakanir þessa tiltekna leikmanns eiga ekki við rök að styðjast - ekki frekar en áður þegar hann hefur komið fram með álíka ásakanir," sagði í yfirlýsingunni. Einnig er fullyrt að enska knattspyrnusambandið hafi alltaf ætlað sér að kæra Suarez fyrir meint brot, jafnvel áður en rætt var við hann í upphafi síðasta mánaðar. „Við viljum einnig gjarnan vita hvort að enska knattspyrnusambandið ætli einnig að kæra Patrice Evra, sem viðurkenndi að hafa móðgað Luis Suarez með ljótu orðbragði á spænsku í leiknum. Luis sagði að hann hafi ekki heyrt umrædd ummæli sem segir sitt."
Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti