Fótbolti

Eusebio eyðir líklega jólunum á sjúkrahúsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eusebio.
Eusebio. Mynd/Nordic Photos/Getty
Knattspyrnugoðsögnin Eusebio mun væntanlega þurfa að eyða jólunum á sjúkrahúsi í Lissabon en það þurfti að leggja hann í gær vegna slæmrar lungnabólgu. Eusebio er ekki í lífshættu en læknar vonast til þess að hann nái sér að fullu.

Eusebio mun gangast undir meðferð á Hospital da Luz, Spítala Ljóssins, í Lissabon og mun hún taka nokkra daga. Eusebio er fæddur 25. janúar 1942 og verður því sjötugur í næsta mánuði.

Eusebio er þjóðhetja í Portúgal eftir frammistöðu sína með Benfica og portúgalska landsliðinu á sjöunda áratugnum. Hann varð meðal annars markakóngur á Hm 1966 og var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu árið 1965.

Eusebio féll gullskóinn sem markhæsti leikmaður Evrópu 1968 og 1973 en hann varð líka annar í kjörinu á besta knattspyrnumanni Evrópu árið 1962 (Josef Masopust) og 1966 (Bobby Charlton).

Eusebio þykir vera í hópi bestu knattspyrnumanna sem uppi hafa verið en FIFA kaus hann einn af tíu bestu knattspyrnumönnum sögunnar árið 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×