Fótbolti

Anzhi hefur ekki haft samband við Hiddink

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guus Hiddink er að leita sér að starfi.
Guus Hiddink er að leita sér að starfi. Nordic Photos / Getty Images
Enginn frá rússneska félaginu Anzhi hefur haft samband við knattspyrnustjórann Guus Hiddink eftir því sem umboðsmaður hans segir.

Hiddink hefur verið atvinnulaus síðan að hann hætti sem landsliðsþjálfari Tyrklands í síðasta mánuði.

Hann hefur verið sterklega orðaður við rússneska félagið Anzhi en umboðsmaður Hiddink, Kees van Nieuwenhuizen, segir að hann hafi engin samskipti haft við félagið.

„Guus hefur verið í fríi í Afríku og kemur aftur um miðjan janúar," sagði hann við rússneskan fjölmiðil. „Þá mun hann taka ákvörðun um framhaldið og velja úr þeim tilboðum sem honum hafa borist."

„En enginn frá Anzhi hefur haft samband og ég hef ekki heyrt frá neinum þaðan."

Forráðamenn Anzhi eru þó að leita sér að þjálfara og segjast vel á veg komnir í leitinni. Nýr þjálfari verði ráðinn fyrir áramót en Rússinn Yury Krasnozhan hefur helst verið orðaður við starfið í fjölmiðlum ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×