Enski boltinn

Chelsea-leikmenn fá ekki að klæðast Terry-bolum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry.
John Terry. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ákvörðun Liverpool að láta leikmenn klæðast sérstökum Luis Suárez bolum fór ekki vel í marga og nú hafa forráðamenn Chelsea ákveðið að banna sínum leikmönnum að sýna stuðning sinn við fyrirliða sinn John Terry með þessum hætti.

Leikmenn Chelsea báðu um að fá að klæðast peysu til stuðnings Terry sem hefur verið ákærður fyrir kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand, leikmanni Queens Park Rangers. Terry heldur fram sakleysi sínu.

„Við vissum að þessi hugmynd var rædd meðal leikmanna og starfsmanna. Terry hefur fullan stuðning félagsins en við teljum það sé hvorki heppilegt né hjálplegt að klæðast slíkum bolum," sagði talsmaður Chelsea.

John Terry hefur verið boðaður í réttasal 1. febrúar þar sem mál hans verður tekið fyrir en enska knattspyrnusambandið á enn eftir að koma með sinn útskurð. Luis Suárez var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra, leikmanni Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×