Enski boltinn

Villas-Boas: Erfitt úr þessu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Villas-Boas í þungum þönkum.
Villas-Boas í þungum þönkum. MYND:NORDICPHOTOS/GETTYS
Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea segir að það verði erfitt fyrir lið sitt að vinna enska meistaratitilinn úr þessu eftir að hafa tapað tveimur stigum á heimavelli gegn Fulham í dag.

"Það verður erfitt að vinna titilinn úr þessu. Fjarlægðin í efstu liðin er of mikil til að við getum gert raunhæfa atlögu að titlinum eftir þessi úrslit," sagði Villas-Boas eftir 1-1 jafnteflið gegn Fulham á Stamford Bridge.

"Desember hefði verið góður fyrir okkur ef við hefðum náð í sex stig úr heimaleikjunum tveimur en eftir þetta jafntefli verður þetta erfitt. Við breytum nálgun okkar ekki á dramatískan hátt, við þurfum bara að líta raunsætt á stöðuna."

"Við náðum óvænt að minnka muninn í efsta sætið í sjö stig fyrir nokkrum vikum en Manchester City heldur áfram að hala inn stig og Manchester United líka þannig að þetta er erfitt," sagði Villas-Boas sem útskýrði af hverju Fernando Torres var í byrjunarliði Chelsea í dag en ekki Didier Drogba sem hóf leikinn á bekknum.

"Drogba hefur spilað alla leiki liðsins síðan í nóvember fyrir utan einn deildarbikarleik. Við ákváðum að byrja með Fernando sem hefur unnið vel og hann gerði vel fyrir liðið og lagði upp mark Mata. Hann lék af sömu einurð og hann hefur sýnt á æfingum þannig að ég er sáttur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×