Innlent

Litadýrð í loftinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessi fallega mynd var tekin á Akureyri í morgun.
Þessi fallega mynd var tekin á Akureyri í morgun. mynd/ Micha Meier.
Þessi fallegu glitský sáust á suðausturhimni á Akureyri í morgun um klukkan 10:25. Glitský hafa sést nokkrum sinnum í vetur en um er að ræða ákaflega fögur marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu, oft í um 15 - 30 kílómetra hæð, eftir því sem fram kemur í svari Halldórs Björnssonar veðurfræðings á Vísindavefnum. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×