Enski boltinn

Anelka fer til Kína í janúar

Chelsea staðfesti í dag að Frakkinn Nicolas Anelka muni ganga í raðir kínverska liðsins Shanghai Shenhua í janúar. Anelka vildi komast frá Chelsea.

Anelka hefur verið í herbúðum Chelsea frá árinu 2008 er hann kom frá Bolton. Hann hefur ekki upp á pallborðið hjá núverandi stjóra félagsins, Andre Villas-Boas.

Hinn 32 ára Anelka hefur skorað 59 mörk í 185 leikjum fyrir Chelsea. Hermt er að Anelka muni hækka verulega í launum við að fara til Kína.

Franski vandræðagemsinn hefur víða komið við á ferlinum og einnig leikið með liðum eins og Arsenal, Real Madrid, Liverpool og Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×