Enski boltinn

Eiginkonan vaktaði Giggs í jólagleðinni

Hjónin á góðri stundu.
Hjónin á góðri stundu.
Það var mikið fjör hjá leikmönnum Man. Utd um helgina er hin árlega jólagleði liðsins fór fram. Allir leikmenn tóku þátt í gleðinni og ein eiginkona. Það var Stacey Giggs, eiginkona Ryan Giggs.

Stacey á erfitt með að treysta eiginmanni sínum eftir að upp komst um framhjáhald hans með raunveruleikastjörnunni, Imogen Thomas. Mágkona Giggs, Natasha Giggs, ákvað í kjölfarið að greina frá því að hún hefði haldið við Ryan í átta ár. Hún er samt enn gift bróður hans.

Stacey tók nokkrar vinkonur sínar með sér svo hún var ekki eina konan í hópnum. Parið forðaðist ljósmyndara eins og heitan eldinn og yfirgaf gleðina í sitt hvoru lagi.

Sjónvarvottar segja þó að þau hafi skemmt sér mjög vel saman þó svo Giggs hafi farið óvenju snemma heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×