Enski boltinn

Arsenal án bakvarða

Santos liggur hér meiddur á vellinum. Hann reyndist verr farinn en í fyrstu var talið.
Santos liggur hér meiddur á vellinum. Hann reyndist verr farinn en í fyrstu var talið.
Brasilíski bakvörðurinn Andre Santos hjá Arsenal verður frá æfingum og keppni næstu þrjá mánuðina hið minnsta. Hann er meiddur á ökkla og þarf að leggjast undir hnífinn fræga.

Santos meiddist í Meistaradeildarleiknum gegn Olympiakos á dögunum. Þá var í fyrstu talið að hann yrði aðeins frá í þrjár vikur.

Arsenal er því í stórkostlegum bakvarðavandræðum. Bacary Sagna er að jafna sig eftir fótbrot og þeir Carl Jenkinson og Kieran Gibbs eru einnig meiddir.

Fjórir miðverðir voru í varnarlínu Arsenal um síðustu helgi og það verður væntanlega boðið upp á slíka uppstillingu í næstu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×