Enski boltinn

Torres og Lampard eru báðir á bekknum en Balotelli byrjar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/Nordic Photos/Getty
Knattspyrnustjórar Chelsea og Manchester City, André Villas-Boas og Roberto Mancini, eru búnar að tilkynna byrjunarlið sín fyrir stórslag liðanna sem fer fram á Brúnni í kvöld.

Manchester City getur náð fimm stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni með sigri en Chelsea kemst upp í þriðja sætið með því að taka öll þrjú stigin í kvöld. Chelsea er búið að vinna þrjá síðustu leiki sína 3-0.

André Villas-Boas er áfram með þá Fernando Torres og Frank Lampard á bekknum og tekur Jose Bosingwa inn í liðið fyrir David Luiz sem er í leikbanni.

Roberto Mancini er með Mario Balotelli í byrjunarliðinu og velur frekar að telfa fram James Milner heldur en Samir Nasri. Edin Dzeko er því á bekknum í kvöld eins og í síðustu leikjum.



Byrjunarlið Chelsea: Cech, Bosingwa, Ivanovic, Terry, Cole, Ramires, Romeu, Meireles, Sturridge, Drogba, Mata.

Varamenn: Turnbull, Lampard, Torres, Mikel, Malouda, Ferreira, Kalou.

Byrjunarlið Man City: Hart, Zabaleta, Lescott, Kompany, Clichy, Milner, Toure Yaya, Barry, Silva, Aguero, Balotelli.

Varamenn: Pantilimon, Dzeko, Johnson, Savic, Nasri, Toure, De Jong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×