Enski boltinn

Villas-Boas: Skipaði ekki leikmönnum að fagna með mér

Sögusagnir hafa verið um það í enskum fjölmiðlum að Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hafi skipað leikmönnum sínum að fagna mörkum liðsins með honum og öðrum á bekknum. Það eigi að sýna öllum hversu mikil liðsheild sé hjá félaginu.

Villas-Boas er orðinn nokkuð pirraður á ensku fjölmiðlamönnunum og hann segir að þessar sögusagnir í blöðunum séu tómt kjaftæði.

"Þetta er bara ekki rétt. Ég hef aldrei sagt slíka hluti og þetta er fáranlegur fréttaflutningur," sagði Villas-Boas pirraður.

"Blöðin þurfa að kanna þessa heimildarmenn sína betur. Ég sagði leikmönnum að bekkurinn upplifir sömu gleði er við skorum. Við erum með þeim og viljum deyja með þeim. Það hefur því algjörlega verið snúið út úr þessum orðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×