Enski boltinn

Carrick: Erum í betri stöðu en í fyrra

Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Man. Utd segir að það sé engin krísa hjá liðinu og það sé nákvæmlega þar sem það vill vera. Liðið sé tilbúið í að berjast um enska meistaratitilinn allt til enda.

Þó svo illa hafi árað hjá Man. Utd síðustu vikur er liðið aðeins tveim stigum á eftir toppliði Man. City. Það sem meira er þá er United með fimm stigum meira en það hafði á síðustu leiktíð en þá varð liðið meistari.

"City hefur sett viðmiðið og ekki tapað mörgum stigum en við erum rétt fyrir aftan og erum ánægðir með okkur," sagði Carrick.

"Auðvitað vildum við vera á toppnum en við erum í betri stöðu en í fyrra og vonandi komust við enn nær City um áramótin.

"Það eru líka fleiri lið í baráttunni núna. Tottenham er á siglingu, Arsenal er að bæta sig og Liverpool að hala inn stig. Það verða líklega fleiri lið með í baráttunni fram í febrúar eða mars."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×