Enski boltinn

Ekki heimild á kortinu hjá Bendtner - vildi fá fría pizzu

Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner.
Danski framherjinn Nicklas Bendtner, leikmaður Sunderland, lenti í heldur betur neyðarlegri uppákomu á pizzastað þegar hann fékk synjun á kreditkortið sitt. Bendtner varð að fá pening frá ókunnugum til þess að geta keypt pizzurnar sínar.

Atvikið átti sér stað í Kaupmannahöfn. Í fyrstu reyndi Bendtner að fá matinn frítt og tók meðal annars frasann fræga: "Vitið þið ekki hver ég er? Ég gæti auðveldlega keypt þennan stað."

Þó svo Bendtner sé frægur, ríkur og greinilega hrokalaus fékk hann enga sérþjónustu. Hann þarf að borga eins og allir.

"Við tjáðum honum að það skipti nákvæmlega engu máli hver hann væri. Ef hann ætti ekki pening þá fengi hann enga pizzu," sagði starfsmaður.

Stælarnir í Bendtner fóru verulega í taugarnar á öðrum viðskiptavinum sem ólíkt Bendtner voru með pening fyrir matnum.

"Hann var viðbjóðslega hrokafullur. Lét eins og hann ætti staðinn. Fólk stóð bara og hristi hausinn yfir þessari framkomu í honum," sagði einn viðskiptavinanna.

Tvær ungar stúlkur sáu að lokum aumur á knattspyrnukappanum og greiddu matinn fyrir hann. Bendtner hvarf svo skömmustulegur með leigubíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×