Enski boltinn

Stuðningsmenn Man. Utd réðust að Balotelli

Það fer ekki fram hjá neinum í Manchester þegar Mario Balotelli er á ferðinni. Hann keyrir um á hvítum Maserati og það vita allir í borginni. Ítalinn getur því ekki keyrt um borgina óhultur.

Hann fékk að finna fyrir því um helgina er hann var úti að skemmta sér í leyfisleysi.

Á leiðinni heim lenti hann á ljósum fyrir utan bar þar sem stuðningsmenn Man. Utd eru vanir að fjölmenna. Verið var að loka staðnum er Baloteli var þar og því fjöldi fyrir utan.

Þeir voru fljótir að átta sig á því að þarna væri Balotelli og ruku að bílnum. Þar létu þeir öllum illum látum, öskruðu á Ítalann og hristu bílinn allan til. Þegar græna ljósið kom var Balotelli fljótur að reykspóla í burtu.

Kærasta Balotelli ku hafa orðið nokkuð skelkuð og hefur eflaust beðið kærastann um að fá sér nýjan og minna áberandi bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×