Enski boltinn

Tevez sólar sig og tekur lagið á tónleikum

Á meðan her manna reynir að finna lausn á framtíð Carlos Tevez nýtur leikmaðurinn óvinsæli ljúfa lífsins í Argentínu en þangað fór hann í óþökk félags síns, Man. City.

Tevez hefur tekið þátt í golfmóti og nú er hann farinn á vinsælan ferðamannastað í Argentínu þar sem hann sólar sig á ströndinni allan daginn. Á kvöldin er síðan talið í af fullum krafti.

Tevez mætti til að mynda á tónleika hjá Mona Jimenez um daginn þar sem hann gerði sér lítið fyrir og tók lagið með Jimenez. Upptöku af þeirri uppákomu má sjá í myndbandinu hér að ofan.

Jimenez þessi er í gríðarlegu uppáhaldi hjá Tevez og því var það stór stund fyrir knattspyrnumanninn að fá að syngja með honum. Þeir spjölluðu líka saman á sviðinu og gerðu grín að Roberto Mancini, stjóra City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×