Enski boltinn

Redknapp vill prófa tvo aðaldómara

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, vill sjá fótboltann feta í fótspor handboltans og prófa að vera með tvo aðaldómara á vellinum. Redknapp trúir því að það muni fækka mistökum dómara.

Redknapp segist gera sér grein fyrir því að það sé erfitt að gera svo róttækar breytingar en hann mælir með því að þetta fyrirkomulag verði prófað.

"Það má vel vera að ég verði óvinsælasti stjórinn í deildinni fyrir að stinga upp á þessu en ég tel að það sé góð hugmynd að bæta við öðrum aðaldómara," sagði Redknapp í pistli sínum í The Sun.

"Starf dómara er ekki auðvelt og það vita allir. Ég vil ekki gagnrýna þá og tel að það myndi fækka mistökum að bæta við dómara. Það er betra fyrir alla. Dómarar eru mannlegir og gera mistök eins og aðrir. Við eigum því að hjálpa þeim að fækka mistökunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×