Enski boltinn

Chelsea sagt vera til í að selja Torres fyrir 20 milljónir punda

Daily Mail greinir frá því í dag að Chelsea sé til í að sætta sig við gríðarlegt tap út af Fernando Torres og ætli að selja hann á 20 milljónir punda í janúar.

Torres kom til Chelsea frá Liverpool fyrir ári síðan á 50 milljónir punda og hefur aðeins skorað þrjú mörk á þessu eina ári.

Torres er dýrasti leikmaðurinn í sögu enska boltans en hefur sama og ekkert getað hjá Chelsea og félagið er búið að missa þolinmæðina gagnvart Spánverjanum.

Ýmislegt hefur verið gert til þess að hressa Torres við og meðal annars vonuðust forráðamenn Chelsea til þess að koma landa hans, Juan Mata, myndi hjálpa til við að koma honum í gang en það hefur ekki gerst.

Torres er á háum launum og Chelsea er sagt vilja losna við baggann sem fylgir Torres og telur fullreynt að hann muni gera eitthvað af viti fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×