Enski boltinn

Stoke skammað út af handklæðunum

Delap er hér að þurrka boltann með handklæðinu góða.
Delap er hér að þurrka boltann með handklæðinu góða.
Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar ætla loksins að taka í taumana vegna hegðunar Stoke City á heimavelli sínum sem þykir ekki alltaf vera sanngjörn í garð andstæðinga sinna.

Stoke leggur mikið upp úr löngum innköstum og boltastrákarnir eru alltaf klárir með handklæði fyrir Rory Delap svo hann geti þurrkað boltann áður en hann kastar inn í teig. Eitt innkast getur því tekið allt af 40 sekúndur.

Enska úrvalsdeildin mun fara fram á að ef Stoke ætli að halda þessu áfram verði útiliði einnig að fá að þurrka boltann ef það óskar þess. Ef ekki verður félaginu líklega refsað.

Stoke beitir öllum brögðum til þess að ná árangri á heimavelli og þegar bestu liðin koma minnkar liðið til að mynda völlinn eins mikið og það getur.

"Það vill enginn koma til Stoke. Dómaranum finnst það leiðinlegt sem og blaðamönnum, leikmönnum og lögreglu. Við reynum að gera fólki erfitt fyrir," sagði Jonathan Woodgate, varnarmaður Stoke.

Þessi skítabrögð, ef svo má kalla, hafa verið að skila Stoke stigum og einnig því að allir eru gríðarlega pirraðir út í þá. Þannig vill Stoke reyndar hafa það og nú er spurning hvað enska knattspyrnusambandið gengur langt gagnvart félaginu sem allir væla út af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×