Fulham datt út á marki í uppbótartíma - úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2011 12:54 Mynd/Nordic Photos/Getty Enska liðið Fulham féll út úr Evrópudeildinni á dramatískan hátt í kvöld en liðið var á leiðinni í 32 liða úrslitin þar til að Baye Djiby Fall tryggði OB jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma. Red Bull Salzburg, Besiktas, Lazio og Steaua Búkarest komust einnig í 32 liða úrslitin í kvöld. Fulham var ekki eina þekkta félagið sem datt út í kvöld því það dugði ekki franska liðinu Paris Saint Germain ekki að vinna Athletic Bilbao. Fulham komst í 2-0 á móti danska liðinu OD frá Óðinsvéum og var á leiðinni í 32 liða úrslitin með sigri. Danska liðið minnkaði muninn á 64. mínútu og nýtti sér síðan kraftleysi Fulham-manna í lokin og tryggði sér jafntefli með marki í uppbótartíma. Fulham sat því eftir með sárt ennið og pólska liðið Wisla Krakow komst áfram eftir sigur á toppliði Twente sem var búið að vinna K-riðilinn. Paris Saint Germain sat eftir í F-riðlinum þrátt fyrir 4-2 sigur á toppliði Athletic Bilbao. RB Salzburg vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava og sá sigur skilaði liðinu öðru sætinu í riðlinum. Sigurmark Austurríkismannanna var sjálfsmark Tékkanna. Stoke telfdi fram hálfgerðu varaliði enda komið áfram í 32 liða úrslitin. Ricardo Fuller kom liðinu yfir í 1-0 en Besiktas-liðið skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum eftir að Matthew Upson var rekinn útaf. Besiktas tryggði sér þar með bæði sæti 32 liða úrslitunum og sigur í E-riðlinum. Ítalska liðið Lazio tryggði sér sæti í 32 liða úrsltinum með 2-0 sigri á Sporting en portúgalska liðið var búið að tryggja sér sigur í D-riðlinum fyrir lokaumferðina.Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:D-riðill: (Sporting Lisbonog Laziofóru áfram)18:00 FC Zurich - FC Vaslui 2-0 1-0 Xavier Margairaz (69.), 2-0 Oliver Buff (90.)18:00 Lazio - Sporting Lisbon 2-0 1-0 Libor Kozák (42.), 2-0 Giuseppe Sculli (55.)K-riðill: (Twente og Wisla Krakow fóru áfram)20.05: Wisla Krakow - Twente 2-1 1-0 Lukasz Gargula (12.), 1-1 Luuk De Jong (39.), 2-1 Tzvetan Genkov (46.)20.05: Fulham - OB 2-2 1-0 Clint Dempsey (27.), 2-0 Kerim Frei (31.), 2-1 Hans Henrik Andreasen (64.), 2-2 Baye Djiby Fall (90.+3)E-riðill: (Besiktas og Stokefóru áfram)18.00: Dynamo Kiev - Maccabi Tel Aviv 3-3 1-0 Leandro Almeida (12.), 2-0 Oleg Gusev (17.), 2-1 Omer Vered (49.), 2-2 Eliran Atar (62.), 2-3 Muanes Dabur (75.), 3-3 Oleg Gusev (80.).18.00: Besiktas - Stoke City 3-1 0-1 Ricardo Fuller (29.), 1-1 Manuel Fernandes (59.), 2-1 Mustafa Pektemek (74.), 3-1 Edu (83.).J-riðill: (Schalke 04 og Steaua Búkarest fóru áfram)20.05: Maccabi Haifa - Schalke 0-3 0-1 Sjálfsmark (7.), 0-2 Ciprian Marica (84.), 0-3 Andreas Wiegel (90.)20.05: Staua Búkarest - AEK Larnaca 3-1 1-0 Raul Rusescu (55.), 1-1 Gorka Pintado (61.), 2-1 Stefan Nikolic (70.), 3-1 Stefan Nikolic (85.)F-riðill: (Athletic Bilbao ogSalzburg fóru áfram)18.00: Slovan Bratislava - Salzburg 2-3 1-0 Milos Lacny (3.), 2-0 Milos Lacny (6.), 2-1 Jakob Jantscher (19.), 2-2 Leonardo (24.), 2-3 Sjálfsmark (52.).18.00: PSG - Athletic Bilbao 4-2 0-1 Jon Aurtenetxe (3.), 1-1 Javier Pastore (21.), 2-1 Mathieu Bodmer (41.), 2-2 David López (56.), 3-2 Sjálfmark (85.), 4-2 Guillaume Hoarau (90.)L-riðill: (Anderlecht og Lokomotiv Moskva fóru áfram)20.05: Sturm Graz - AEK Aþena 1-3 0-1 Konstantinos Manolas (10.), 0-2 Nathan Burns (43.), 1-2 Florian Kainz (59.), 1-3 Viktor Klonaridis (77.)20.05: Anderlecht - Lokomotiw Moskva 5-3 0-1 Vladislav Ignatjev (21.), 1-1 Sacha Kljestan (33), 2-1 Fernando Canesin Matos (39.), 3-1 Marcin Wasilewski (57.), 4-1 Matías Suarez (61.), 4-2 Dmitri Sychev (69.), 5-2 Guillaume Gillet (78.), 5-3 Dmitri Sychev (89.). Evrópudeild UEFA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
Enska liðið Fulham féll út úr Evrópudeildinni á dramatískan hátt í kvöld en liðið var á leiðinni í 32 liða úrslitin þar til að Baye Djiby Fall tryggði OB jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma. Red Bull Salzburg, Besiktas, Lazio og Steaua Búkarest komust einnig í 32 liða úrslitin í kvöld. Fulham var ekki eina þekkta félagið sem datt út í kvöld því það dugði ekki franska liðinu Paris Saint Germain ekki að vinna Athletic Bilbao. Fulham komst í 2-0 á móti danska liðinu OD frá Óðinsvéum og var á leiðinni í 32 liða úrslitin með sigri. Danska liðið minnkaði muninn á 64. mínútu og nýtti sér síðan kraftleysi Fulham-manna í lokin og tryggði sér jafntefli með marki í uppbótartíma. Fulham sat því eftir með sárt ennið og pólska liðið Wisla Krakow komst áfram eftir sigur á toppliði Twente sem var búið að vinna K-riðilinn. Paris Saint Germain sat eftir í F-riðlinum þrátt fyrir 4-2 sigur á toppliði Athletic Bilbao. RB Salzburg vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava og sá sigur skilaði liðinu öðru sætinu í riðlinum. Sigurmark Austurríkismannanna var sjálfsmark Tékkanna. Stoke telfdi fram hálfgerðu varaliði enda komið áfram í 32 liða úrslitin. Ricardo Fuller kom liðinu yfir í 1-0 en Besiktas-liðið skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum eftir að Matthew Upson var rekinn útaf. Besiktas tryggði sér þar með bæði sæti 32 liða úrslitunum og sigur í E-riðlinum. Ítalska liðið Lazio tryggði sér sæti í 32 liða úrsltinum með 2-0 sigri á Sporting en portúgalska liðið var búið að tryggja sér sigur í D-riðlinum fyrir lokaumferðina.Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:D-riðill: (Sporting Lisbonog Laziofóru áfram)18:00 FC Zurich - FC Vaslui 2-0 1-0 Xavier Margairaz (69.), 2-0 Oliver Buff (90.)18:00 Lazio - Sporting Lisbon 2-0 1-0 Libor Kozák (42.), 2-0 Giuseppe Sculli (55.)K-riðill: (Twente og Wisla Krakow fóru áfram)20.05: Wisla Krakow - Twente 2-1 1-0 Lukasz Gargula (12.), 1-1 Luuk De Jong (39.), 2-1 Tzvetan Genkov (46.)20.05: Fulham - OB 2-2 1-0 Clint Dempsey (27.), 2-0 Kerim Frei (31.), 2-1 Hans Henrik Andreasen (64.), 2-2 Baye Djiby Fall (90.+3)E-riðill: (Besiktas og Stokefóru áfram)18.00: Dynamo Kiev - Maccabi Tel Aviv 3-3 1-0 Leandro Almeida (12.), 2-0 Oleg Gusev (17.), 2-1 Omer Vered (49.), 2-2 Eliran Atar (62.), 2-3 Muanes Dabur (75.), 3-3 Oleg Gusev (80.).18.00: Besiktas - Stoke City 3-1 0-1 Ricardo Fuller (29.), 1-1 Manuel Fernandes (59.), 2-1 Mustafa Pektemek (74.), 3-1 Edu (83.).J-riðill: (Schalke 04 og Steaua Búkarest fóru áfram)20.05: Maccabi Haifa - Schalke 0-3 0-1 Sjálfsmark (7.), 0-2 Ciprian Marica (84.), 0-3 Andreas Wiegel (90.)20.05: Staua Búkarest - AEK Larnaca 3-1 1-0 Raul Rusescu (55.), 1-1 Gorka Pintado (61.), 2-1 Stefan Nikolic (70.), 3-1 Stefan Nikolic (85.)F-riðill: (Athletic Bilbao ogSalzburg fóru áfram)18.00: Slovan Bratislava - Salzburg 2-3 1-0 Milos Lacny (3.), 2-0 Milos Lacny (6.), 2-1 Jakob Jantscher (19.), 2-2 Leonardo (24.), 2-3 Sjálfsmark (52.).18.00: PSG - Athletic Bilbao 4-2 0-1 Jon Aurtenetxe (3.), 1-1 Javier Pastore (21.), 2-1 Mathieu Bodmer (41.), 2-2 David López (56.), 3-2 Sjálfmark (85.), 4-2 Guillaume Hoarau (90.)L-riðill: (Anderlecht og Lokomotiv Moskva fóru áfram)20.05: Sturm Graz - AEK Aþena 1-3 0-1 Konstantinos Manolas (10.), 0-2 Nathan Burns (43.), 1-2 Florian Kainz (59.), 1-3 Viktor Klonaridis (77.)20.05: Anderlecht - Lokomotiw Moskva 5-3 0-1 Vladislav Ignatjev (21.), 1-1 Sacha Kljestan (33), 2-1 Fernando Canesin Matos (39.), 3-1 Marcin Wasilewski (57.), 4-1 Matías Suarez (61.), 4-2 Dmitri Sychev (69.), 5-2 Guillaume Gillet (78.), 5-3 Dmitri Sychev (89.).
Evrópudeild UEFA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira