Enski boltinn

Redknapp segist ekki vera að hugsa um enska landsliðið

Harry Redknapp, stjóri Spurs, hefur lengi gælt við að þjálfa enska landsliðið og ekki farið leynt með áhuga sinn á starfinu sem losnar næsta sumar.

Nú er hann aftur á móti að þjálfa lið sem er á stöðugri uppleið og það flækir málin. Yfirmenn hans hjá Spurs vilja eðlilega að hann skuldbindi sig félaginu og sé ekki að hugsa um enska landsliðið.

Stjórnarformaður Spurs sagði Redknapp ekkert vera að hugsa um landsliðið og Redknapp segist nú ekkert vera að pæla í því hvort sem fólk trúir því eður ei.

"Ég er ekkert að pæla í landsliðinu enda hef ég verk að vinna hjá Tottenham. Ég veit ekki hvað gerist eftir tímabilið ef eitthvað gerist yfir höfið. Ég er bara að hugsa um mína vinnu hjá Spurs," sagði Redknapp.

Englendingar vilja heimamann í starfið og er Redknapp efstur á óskalista ansi margra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×