Íslenski boltinn

Ungu strákarnir streyma í KR | Atli skrifar væntanlega undir á eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Sigurjónsson.
Atli Sigurjónsson. Mynd/Anton
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, er að yngja upp í leikmannahópnum sínum því tveir ungir landsbyggðarmenn hafa þegar samið við félagið og Þórsarinn Atli Sigurjónsson verður væntanlega sá þriðji en KR-ingar hafa boðað til blaðamannafundar seinna í dag.

Atli Sigurjónsson er 20 ára miðjumaður sem fékk sína fyrstu reynslu af Pepsi-deildinni í sumar. Atli náði ekki að skora í 17 leikjum sínum en lagði upp sex mörk fyrir félaga sína.

Haukur Heiðar Hauksson, 20 ára fyrirliði KA og Þorsteinn Már Ragnarsson, 21 árs fyrirliði Víkings í Ólafsvík hafa báðir samið við KR-inga en þeir voru eins og Atli voru búnir að vera í nokkurn tíma í stórum hlutverk hjá sínu liði þrátt fyrir ungan aldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×