Innlent

Jólasveinarnir gefa í skóinn fyrir um 220 milljónir

Erla Hlynsdóttir skrifar
Ætla má að jólasveinarnir þrettán kaupi gjafir í skóinn fyrir á þriðja hundrað milljóna króna fyrir jólin. Framkvæmdastjóri Epli.is kannast ekki við að hafa fengið jólasveina í sína verslun.

Ýmsar smágjafir sem kosta um þrjú til fjögur hundruð krónur eru vinsælar hjá jólasveinunum. Algengast er að börn á aldrinum á aldrinum þriggja til tólf ára fái í skóinn, en þau eru um fjörutíu og þrjú þúsund.

Ef við miðum við að hver jólasveinn eyði fjögurhundruð krónum í hverja gjöf, fær hvert barn í skóinn fyrir um 5200 krónur.

Jólasveinarnir þrettán kaupa þannig gjafir í skóinn fyrir tæpar 224 milljónir fyrir þessi jólin.

Nánari umfjöllun má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×