Enski boltinn

Mancini: Skiptir máli að vera á toppnum í lokin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mancini sáttur við gang leiksins.
Mancini sáttur við gang leiksins. MYND NORDICPHOTOS/GETTYS
"Þetta var mikilvægur sigur vegna þess að Manchester United gengur vel eins og Manchester City. Þeir eru sterkir en það eru við líka og tímabilið er langt. Það er mikilvægt að vera á toppnum í lokin," sagði Mancini þjálfari Manchester City eftir sigurinn á Arsenal í dag.

"Við erum mjög ánægðir með frammistöðu liðsins," sagði Vincent Kompany miðvörður Manchester City eftir leikinn.

"Leikurinn var opinn en okkur tókst að halda hreinu þannig að það er tvöföld ánægja. Við reynum að skora mörg mörk en við kláruðum ekki færin sem við fengum. Einn á móti einum vörnin var frábær í dag," sagði Kompany að lokum.

"Við vorum óheppnir því við fengum færi," sagði Arsene Wenger eftir leikinn og setti spurningamerki við rangstöðuna sem dæmd var á Arsenal þegar van Persie skoraði og eins við rangstöðuna sem ekki var dæmd þegar Silva skoraði sigurmark City.

"Þessar rangstöður voru ekki sannfærandi en þetta er hluti af leiknum," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×