Enski boltinn

Klæddi Balotelli sig í jólasveinabúning og gaf peninga út á götu?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Menn eru farnir að trúa öllu upp á Mario Balotelli, framherja Manchester City, og það gekk skemmtileg saga um kappann um helgina. Balotelli átti þá að hafa klætt sig í jólasveinabúning, drifið sig niður í miðbæ Manchester og gefið hinum og þessum pening út á götu.

Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Mario Balotelli gefur bláókunnugu fólki pening en það hafa farið margar sögur af honum með seðlabúntin í vasanum. Balotelli fær óhemjuvel borgað og hefur ekki miklar áhyggjur af peningum.

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var spurður út í þetta á blaðamannafundi eftir sigurinn á Arsenal í gær og hann bara hló af þessu.

„Ég veit ekkert um þetta en það er víst allt mögulegt þegar kemur að Mario. Við ættum að spyrja hann að þessu. Ég veit ekkert en þetta gæti svo sem alveg verið," sagði Mancini og bætti við í gríni:

„Mario var samt á hótelinu með okkur og hann mátti ekki koma með flugelda," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×